Alisha Lehmann, stjarna Aston Villa, fékk afskaplega undarlegt tilboð á sínum tíma er hún var stödd í sumarfríi í Miami í Bandaríkjunum.
Mjög þekktur maður sendi Lehmann þá skilaboð og bauð henni 15 milljónir króna fyrir eina nótt saman.
Lehmann þykir vera ein fallegasta knattspyrnukona heims en hún tók ekki í mál að samþykkja boðið.
Hún segist ekki getað nefnt manninn á nafn en bendir á að hann sé heimsfrægur.
,,Ég var stödd í Miami, mínum uppáhalds stað og ég var þar að hitta vini mína á veitingastað,“ sagði Lehmann.
,,Ég fékk skilaboð í símann sem ég svaraði ekki en sá sami ákvað svo að senda skilaboð á öryggisvörðinn minn.“
,,Þessi skilaboð komu frá frægri manneskju. Ég hafði hitt hann áður en hann bauð mér 90 þúsund pund til að eyða nóttinni með sér.“
,,Ég harðneitaði, og bara 90 þúsund!? Það klikkaða er að ég er enn með þessi skilaboð í símanum sem er nokkuð heimskulegt.“