Manchester United ætti að horfa til Brighton í leit að næsta leikmanni að sögn fyrrum leikmanns félagsins, Louis Saha.
Saha telur að Kaoru Mitoma, leikmaður Brighton, sé leikmaðurinn sem Man Utd þarf en hann hefur gert stórkostlega hluti á stuttum tíma í ensku úrvalsdeildinni.
Man Utd gæti leitað að vængmanni í janúarglugganum og er Saha viss um að Mitoma uppfylli allar kröfur félagsins.
,,Ég vil sjá Mitoma á Old Trafford. Hann er mjög spennandi leikmaður og efast aldrei um sjálfan sig með boltann,“ sagði Saha.
,,Hann hræðir varnarmenn með hreyfingum í hverjum leik, ég elska orkuna sem fylgir honum og að hann spili með bros á vör.“
,,Það er frábært að fylgjast með Mitoma, hann væri fullkominn fyrir hvaða lið sem er. Þú getur séð að hann leggur allt í sölurnar á æfingum til að afreka það sem hann hefur afrekað.“