Harry Maguire hefur gefið sterklega í skyn að hann sé að kveðja Manchester United í janúarglugganum.
Maguire er ekki fastamaður undir Erik ten Hag og var oft orðaður við brottför í sumarglugganum.
West Ham sýndi Maguire mikinn áhuga en ekkert varð úr þeim skiptum að lokum – hann er í dag varamaður hjá Man Utd.
Þrátt fyrir það heldur Maguire sæti sínu í enska landsliðinu en hann vill fá fleiri mínútu og hefur nú hótað því að fara á nýju ári.
,,Ég ætla ekki að sitja hérna allt mitt líf og spila einu sinni í mánuði,“ sagði Maguire við blaðamenn.
,,Ef þetta heldur áfram þá mun ég fá mér sæti ásamt forráðamönnum félagsins. Ég vil spila mínútur, ég vil spila fótbolta.“