Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar. Nýr þáttur kemur út alla föstudaga. Gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar að þessu sinni var fjölmiðlastarnan Tómas Steindórsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson var í vikunni látinn hætta sem þjálfari Breiðabliks. Hann ætlaði að hætta að lokinni riðlakeppni Sambansdeildarinnar en stjórnin vildi slíta samstarfinu strax.
Málið var tekið fyrir í Íþróttavikunni en þar sagði Hrafnkell ekki botna í því að Óskar hafi viljað klára árið með Blikum þar sem hann á í viðræðum við norska félagið Haugesund.
„Mér finnst þetta svo skrýtið því nú er hann búinn að vera að ræða við Haugesund. Þess vegna næ ég því ekki að hann hafi viljað klára riðlakeppnina. Mér finnst ekkert af þessu meika sense. Hann hefði getað tekið við Haugesund í þessari viku og þá hefði þetta ekki skipt neinu einasta máli.
Ég held að hanni átti sig á að hann er nálægt þessu. Mér finnst allt mjög skrýtið í kringum þetta,“ sagði Hrafnkell.
Hrafnkell telur að það sé ekkert til í orðrómum um að Óskar gæti orðið þjálfari KR.
„Af hverju á Óskar Hrafn að fara í KR þar sem hann æfir á hálfum velli á móti 5. flokki karla og það er einhver ömurlegur grasvöllur á sumrin og hann fær engan pening til að eyða.
Óskar mun taka við KR þegar KR er komið með nýja völlinn, blokkirnar í kring og allt í blóma.“
Tómas tók til máls.
„Ég skil Blika vel að hafa köttað á þetta, fyrst hann ætlaði alltaf að hætta, þá er óþarfi að gefa honum þessa æfingaleiki.“
Helgi var ekki alveg sammála og taldi að Óskar hefði átt að fá að klára riðlakeppnina, óskaði hann þess.
„Mér finnst Blikar hálf litlir að leyfa honum ekki að klára riðlakeppnina. Ef ske kynni að hann taki ekki við Haugesund, hefðu Blikar ekki viljað hafa hann út árið?“
Hrafnkell svaraði.
„Það er búin að vera togstreita þarna. Hversu lengi nenniru að hanga í einhjverju sambandi þar sem allt er vitlaust? Er ekki fínt að kötta bara á það.“
Umræðan í heild er í spilaranum.