Bayern Munchen er mjög óvænt að eltast við varnarmanninn Sokratis Papastathopoulos sem lék með Arsenal á sínum tíma.
Bild í Þýskalandi greinir frá þessu en Bayern vill fá varnarmann til að auka breiddina fyrir komandi átök.
Sokratis getur samið við Bayern undir eins en hann er án félags eftir að hafa yfirgefið Olympiakos í Grikklandi.
Bayern íhugaði að semja við fyrrum leikmann sinn, Jerome Boateng, en ekkert varð úr þeim skiptum að lokum.
Sokratis lék með Dortmund í Þýskalandi um tíma en hann er 35 ára gamall í dag.