Marc Guehi, miðvörður Crystal Palace, er eftirsóttur á meðal stórliða og gæti farið næsta sumar.
Hinn 23 ára gamli Guehi hefur heillað mikið með Palace og þá á hann sex A-landsleiki að baki fyrir Englands hönd.
Sparkspekingurinn og fyrrum úrvalsdeildarleikmaðurinn Danny Murphy telur að Guehi fari í stórlið næsta sumar, en hann hefur meðal annars verið orðaður við Arsenal og Manchester United.
„Sem miðvörður Crystal Palace lítur hann ansi vel út. Það kæmi mér mjög á óvart ef hann fer ekki næsta sumar. Ég held meira að segja að hann ætti að vera í byrjunarliði enska landsliðsins,“ segir Murphy.