Íslenska karlalandsliðið tók á móti Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í kvöld. Hér að neðan má sjá það sem þjóðin sagði yfir leiknum.
Strákarnir okkar þurftu nauðsynlega á sigri að halda og var fyrri hálfleikurinn frábær. Var Ísland með öll völd á vellinum og komst verðskuldað yfir á 23. mínútu með marki Orra Steins Óskarssonar eftir glæsilegt samspil.
Ísland leiddi í hálfleik en gestirnir komu mun sterkari til baka í þann seinni og íslenska liðið náði ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu sinni fyrir hlé.
Gerson Rodrigues jafnaði fyrir Lúxemborg á fyrstu mínútu seinni hálfleiks.
Íslenska liðið reyndi að finna sigurmark þegar leið á en allt kom fyrir ekki. Lokatölur 1-1.
Úrslitin þýða að Ísland er með 7 stig eftir sjö leiki, 6 stigum frá öðru sæti undanriðilsins.
Ég fagnaði því að fá þessa aukaspyrnu eins og marki. Bara til að sjá Gylfa stilla sér þarna upp.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) October 13, 2023
Norska r. inn með The Sig right now eða ég grilla þig á morgun.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 13, 2023
Hræðilegt að byrja seinni svona eftir þessa yfirburði í fyrri…
— Guðlaugur Valgeirsson (@GulliValgeirs) October 13, 2023
Guð minn almáttugur
— Jói Skúli (@joiskuli10) October 13, 2023
Við létum þetta lið bara pakka okkur saman fyrir mánuði síðan. Það er alveg eðlilegt.
— Henry Birgir (@henrybirgir) October 13, 2023
Skagamennirnir okkar með sýningu á Laugardalsvellinum. Hákon, Arnór og Ísak verið geggjaðir! Hlýtur að vera smá Skagi í Orra Steini líka því hann hefur líka verið frábær 😊 #fotboltinet
— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) October 13, 2023
Eigum við ekki að henda smá kredit á @kristinn_v fyrir að gefa okkur enn eitt kraftavekið á Laugardalsvelli?! Maður sem gerir kjúklingasallad úr kjúklingaskít. #virðing
— Bjarni hannesson (@BHannesson) October 13, 2023
Hvernig gátum við steinlegið fyrir Luxemborg er hulin ráðgata en virkilega gott svar í þessum fyrri hálfleik. Pressan til fyrirmyndar ásamt ákefð, vilja og krafti. Nú er bara hamra járnið í seinni hálfleik. 👍
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) October 13, 2023
Takk Orri Steinn! 🔥
— Guðlaugur Valgeirsson (@GulliValgeirs) October 13, 2023
Óskarsson!!!
— Jói Skúli (@joiskuli10) October 13, 2023
Heyrðu við erum ekkert eðlilega góðir
— Óskar Smári (@oskarsmari7) October 13, 2023
Þetta skaga-chemistry er að gera mjög mikið fyrir mig
— Sverrir Mar Smárason (@Sverrirsmarason) October 13, 2023
Bíddu þetta er bara besta frammistaða sem ég hef séð í mörg ár. Djöfull erum geggjaðir.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) October 13, 2023
Fínt að setja tvö í grillið á Lúxurum á meðan þeir hlaupa í sig hita. Nýta þessi færi, takk.
— Henry Birgir (@henrybirgir) October 13, 2023
12 mín búnar og maður hreinlega skilur ekki hvernig við töpuðum 3-1 fyrir þessu liði.
— Baldvin Borgars (@BaldvinBorgars) October 13, 2023
Hvað er Age að cooka?! Tikitakatikitaka👨🏼🍳🍳👨🏼🍳🍳
— Özzi Sancho🤙🏼🤴🏼 (@ozzikongur) October 13, 2023
Orri Steinn er nýr Kolbeinn Sigþórsson.
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) October 13, 2023
Við erum bara aðeins of góðir
— Brynjar Benediktsson (@brynjarben) October 13, 2023
Jújú búið minnka glösin og magnið 😡😭 pic.twitter.com/W3r8V20I6q
— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) October 13, 2023