fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Telur að Davíð þurfi að ganga inn á skrifstofu og berja í borð eftir að þetta birtist í Mogganum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. október 2023 13:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson var hneykslaður þegar hann skoðaði lið tímabilsins í Bestu deild karla að mati Morgunblaðsins. Þetta var tekið fyrir í Þungavigtinni.

Tímabilið kláraðist um síðustu helgi og að vanda valdi Morgunblaðið lið ársins. Valið fer eftir svokallaðri M-gjöf sem er eftir leiki.

„Ef Davíð Oddsson mætir ekki inn á íþróttadeildina á morgun og rífur í gikkinn þá veit ég ekki hvað. Þetta er bara grín,“ sagði Kristján harðorður um lið ársins hjá Mogganum.

Hann taldi upp nokkur atriði úr liðinu.

„Mathias Rosenörn úr Keflavík er í markinu. Hann vann tvo fótboltaleiki,“ sagði hann. „Það er ekki einn Víkingur í vörninni, ekki einn.“

Kristján Óli Sigurðsson

Kristján hélt áfram.

„Á miðjunni er Davíð Snær í FH, sem endar í fimmta sæti. Svo eru Eggert Aron og Aron Jó sem voru í liðinu hjá okkur og Pablo Punyed.“

Kristján hvetur Morgunblaðið til að leggja M-gjöfinni á næstu leiktíð og nota þess í stað Fotmob-appið.

„Ég legg til á næsta ári að Mogginn noti þetta app, taki þessa M-gjöf og hendi henni þar sem sólin skín ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mikael skoraði í mjög svekkjandi jafntefli gegn Juventus

Mikael skoraði í mjög svekkjandi jafntefli gegn Juventus
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Í gær

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Í gær

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina