Tímabilið kláraðist um síðustu helgi og að vanda valdi Morgunblaðið lið ársins. Valið fer eftir svokallaðri M-gjöf sem er eftir leiki.
„Ef Davíð Oddsson mætir ekki inn á íþróttadeildina á morgun og rífur í gikkinn þá veit ég ekki hvað. Þetta er bara grín,“ sagði Kristján harðorður um lið ársins hjá Mogganum.
Hann taldi upp nokkur atriði úr liðinu.
„Mathias Rosenörn úr Keflavík er í markinu. Hann vann tvo fótboltaleiki,“ sagði hann. „Það er ekki einn Víkingur í vörninni, ekki einn.“
Kristján hélt áfram.
„Á miðjunni er Davíð Snær í FH, sem endar í fimmta sæti. Svo eru Eggert Aron og Aron Jó sem voru í liðinu hjá okkur og Pablo Punyed.“
Kristján hvetur Morgunblaðið til að leggja M-gjöfinni á næstu leiktíð og nota þess í stað Fotmob-appið.
„Ég legg til á næsta ári að Mogginn noti þetta app, taki þessa M-gjöf og hendi henni þar sem sólin skín ekki.“