Ljóst er að mörg vandamál eru á borði Erik ten Hag, stjóra Manchester United, sem hann þarf að leysa sem fyrst ef ekki á illa að fara.
Ten Hag og lærisveinar hans hafa farið mjög illa af stað í ensku úrvalsdeildinni og í Meistaradeild Evrópu.
Dramatískur sigur gegn Brentford gaf Ten Hag smá andrými en það dugir ekki lengi ef liðið fer í sama farið eftir landsleikjafrí.
Hér að neðan eru sex vandamál sem eru á borði Ten Hag.
Á síðasta ári skoraði Rashford 30 mörk og var stjarna liðsins, á þessu tímabili hefur hann aðeins skorað eitt mark í tíu leikjum. Þessi 25 ára sóknarmaður hefur verið tekinn af velli í síðustu leikjum.
Ten Hag þarf að kveikja á Rashford ef ekki á að fara illa á þessari leiktíð.
Casemiro hefur skorað fjögur mörk sem ætti að vera merki um góða frammistöðu en svo er ekki. Hann virkar ekki nógu kvikur til að spila í ensku deildinni þessa dagana.
Þessi 31 árs gamli leikmaður er skugginn af sjálfum sér og gæti þurft hvíld. Miðsvæðið í heild hefur virkað illa og Ten Hag þarf að leysa það.
Vitað var að Erik ten Hag væri með lítið á milli handanna í sumar miðað við það sem venjan er á Old Trafford.
Hann byrjaði sumarið á að eyða 60 milljónum punda í Mason Mount sem hefur hingað til ekki skilað neinu. Mount kom frá Chelsea og Ten Hag þarf að finna lausnir á málum hans sem fyrst.
Ten Hag tók þá ákvörðun að henda David de Gea burt og eyða 50 milljónum punda í Andre Onana.
Markvörðurinn hefur virkað afar illa fyrir United og ítrekað átt þátt í því að hreinlega gefa mörk.
Meiðsli í vörn United hafa haft mikið að segja en Lisandro Martinez, Luke Shaw, Aaron Wan-Bissaka og Tyrell Malacia hafa allir og verða allir lengi frá.
Vonir standa til um að Raphael Varane og Sergio Reguilon geti spilað eftir landsleikina. Ten Hag þarf meiri breidd í varnarleik sinn sem fyrst.
Samstaða einkenndi liðið hjá Ten Hag á síðustu leiktíð en hún virðist út um gluggann. Leikmenn virðast gefast fljótt upp og vandræðin í kringum Jadon Sancho og Antony hafa ekki hjálpað til.