fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Óskar Örn nýr styrktarþjálfari Víkings

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 13. október 2023 16:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Víkings hefur ráðið Óskar Örn Hauksson sem styrktarþjálfara meistaraflokks karla. Það má því ætla að skórnir séu komnir upp í hillu hjá þessum 39 ára gamla leikmanni.

Óskar er leikjahæsti leikmaður efstu deildar karla frá upphafi en hann á samtals 19 tímabil í efstu deild og spilaði samtals 373 leiki og skoraði í þeim 88 mörk. Samtals á Óskar 23 ár í meistaraflokki og hefur spilað 709 leiki samtals og skorað í þeim 197 mörk.

Hann lék auðvitað lengst af með KR en tók slaginn með Grindavík í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð.

Auk þess hefur Óskar spilað með Stjörnunni og Njarðvík hér á landi.

„Það er ánægjulegt og spennandi fyrir félagið að hafa samið við Óskar Örn sem nýjan styrktarþjálfara. Óskar þarf ekki mikla kynningu en hann er einn besti leikmaður sem hefur spilað á Íslandi svo það er frábært að fá hann inn í teymið. Það hefur verið lítil hreyfing í þjálfarateyminu hjá okkur undanfarin ár og alltaf gott að fá nýjar raddir inn,“ segir Kári Árnason yfirmaður knattspyrnumála um ráðninguna.

Óskar Örn er himinnlifandi með að vera kominn til Víkings.

„Ég er mjög spenntur fyrir því að taka við starfi styrktarþjálfara karlaliðs Víkings og starfa með frábæru þjálfarateymi félagsins. Liðið hefur stimplað sig inn sem eitt besta lið Íslandsögunnar þannig það er mikill heiður fyrir mig að fá tækifæri til að taka þátt í að viðhalda þeim frábæra árangri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur