Íslenska karlalandsliðið tók á móti Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í kvöld.
Strákarnir okkar þurftu nauðsynlega á sigri að halda og var fyrri hálfleikurinn frábær. Var Ísland með öll völd á vellinum og komst verðskuldað yfir á 23. mínútu með marki Orra Steins Óskarssonar eftir glæsilegt samspil.
Ísland leiddi í hálfleik en gestirnir komu mun sterkari til baka í þann seinni og íslenska liðið náði ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu sinni fyrir hlé.
Gerson Rodrigues jafnaði fyrir Lúxemborg á fyrstu mínútu seinni hálfleiks.
Íslenska liðið reyndi að finna sigurmark þegar leið á en allt kom fyrir ekki. Lokatölur 1-1.
Úrslitin þýða að Ísland er með 7 stig eftir sjö leiki, 6 stigum frá öðru sæti undanriðilsins.