Þeir Nicolo Zaniolo og Sandro Tonali hjá ítalska landsliðinu hafa báðir verið yfirheyrðir af lögreglu í tengslum við ólögleg veðmál.
Zaniolo er á mála hjá Aston Villa en Tonali er hjá Newcastle. Kom lögregla í bækistöðvar ítalska landsliðsins sem undirbýr sig nú fyrir leiki gegn Möltu og Englandi í undankeppni EM 2024.
Að yfirheyrslu lokinn yfirgáfu Zaniolo og Tolali ítalska leikmannahópinn.
Ítalska knattspyrnusambandið hefur nú staðfest í yfirlýsingu að leikmennirnir snúi aftur til sinna félagsliða.
🚨 BREAKING: Nicolò Zaniolo and Sandro Tonali have been questioned by authorities.
This happens after being accused about possible involvement in illegal betting.
Aston Villa and Newcaste players have both left Italy training camp after speaking to the police. pic.twitter.com/P2JJYPEUKL
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 12, 2023