Mykhailo Mudryk átti í athyglisverðum samskiptum við knattspyrnuunnanda er hann fór inn í liðsrútu Úkraínumanna í aðdraganda leikja gegn Norður-Makedóníu og Tékklandi í undankeppni EM.
Stuðningsmaðurinn spurði Mudryk, sem er leikmaður Chelsea, hvort hann mætti fá mynd af sér með honum. Það var Mudryk til í.
Eftir á sagði stuðningsmaðurinn hins vegar: „London er rauð.“
Var þetta þá stuðningsmaður Arsenal en Mudryk var nálægt því að ganga til liðs við liðið í janúar á þessu ári.
Mudryk sneri sér aftur að stuðningsmanninum og spurði: „Af hverju ertu þá að biðja um mynd?“
Myndband af þessu er hér að neðan.
Fan: London is Red.
Mudryk: why are you asking for a photo then?😭 pic.twitter.com/yYlUCM8FXj— Exuce me boss, what team do you support? (@mudzin1535) October 12, 2023