Þetta kemur nokkuð á óvart þar sem Rúnar hélt Fylki á nokkuð sannfærandi hátt uppi í Bestu deildinni þvert á spár margra í sumar.
„Fylkir er mögulega að fara að rífa í gikkinn og að Rúnar Páll sé á leið út. Hann er dýr og er að mæta rétt fyrir æfingar, fara rétt eftir að hún er búin og mönnum finnst hann ekki vera að gefa af sér inn í félagið eins og vonir stóðu til. Frábær árangur í sumar en mikill vill meira,“ sagði Kristján Óli.
Þáttastjórnandinn Ríkharð Óskar Guðnason átti erfitt með að trúa á þessu. „Þetta verður að halda einhverju vatni,“ sagði hann.
Mikael Nikulásson var með þeim í þættinum að vanda og vill hann meina að menn eigi frekar að horfa í árangur á vellinum en hvenær menn mæti í vinnuna.
„Menn eru að spá of mikið í svona hlutum. Hvað vilja menn? Náðu bara árangri, náðu úrslitum. Er hann ekki að gera það?
Það yrði fáránlegt ef þeir lætu hann fara.“