Jesse Lingard var á skotskónum með Al-Ettifaq í Sádí Arabíu í gær en hann er í raun á reynslu þar.
Lingard varð samningslaus hjá Nottingham Forest í sumar og hafði íhugað að semja við West Ham.
West Ham bauð honum ekki samning og þá fór Lingard til Sádí Arabíu og æfir með Al-Ettifaq í mánuð.
Steven Gerrard er þjálfari liðsins en Lingard skoraði í æfingaleik gegn Al-Khaldiya í gær.
Hjá Al-Ettifaq eru Jordan Henderson og fleiri góðir leikmenn sem Gerrard fékk til liðsins í sumar.