Út var að koma bókin Marcus Rashford – markaskorarinn með gullhjartað. Höfundur hennar er Guðjón Ingi Eiríksson og fer hann þar ofan í saumana á æsku Rashford, en kappinn sá ólst upp í mikilli fátækt hjá einstæðri móður og þakkar henni ávallt fyrir það hver hann er og hversu langt hann hefur náð.
Þá er farið rækilega yfir knattspyrnuferil hans hjá Manchester United og Englandi (m.a. þegar íslenska landsliðið sigraði það enska á EM 2016) og fjallað um samherja hans og knattspyrnustjóra.
Auðvitað er líka greint frá afrekum hans utan vallar, sem eru alls ekki svo lítil!
Bókin fæst í öllum bókaverslunum en einnig er hægt að panta hana í netfanginu. Sjá nánar á holabok.is
Þessa bók verða allir knattspyrnuáhugamenn að lesa!