Liverpool þarf að spila restina af árinu án þess að ný stúka félagsins sé tekinn í gagnið.
Stúkan á Anfield Road átti að vera klár í upphafi tímabils en vandræði verktakans urðu til þess að það hefur tafist.
Verktakinn sem sá um verkið varð gjaldþrota á dögunum og er Liverpool í vandræðum með klára framkvæmdir.
Liverpool getur því aðeins tekið á móti 51 þúsundum á meðan framkvæmdir eru í gangi en framkvæmdir hófust í september árið 2021.
Þegar framkvæmdum er lokið mun völlurinn taka 61 þúsund stuðningsmenn í sæti.