Íslenskir dómarar verða að störfum á leik Lúxemborgar og Úkraínu í undankeppni EM 2025 hjá U21 karla.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leikinn, en honum til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Eysteinn Hrafnkelsson. Fjórði dómari verður Jóhann Ingi Jónsson.
Leikurinn fer fram í Esch-sur-alzette í Lúxemborg 12. október.