Íslenska landsliðið kemur saman í dag til æfinga og byrjar að undirbúa sig fyrir komandi leiki gegn Lúxemborg og Liechtenstein í undankeppni Evrópumótsins.
Liðið þarf að vinna báða leikina til að eiga veika von á því að ná öðru sæti riðilsins. Líklegast er að liðið fari í umspil um laust sæti á mótið í mars á næsta ári.
Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru báðir í hópnum en óvíst er hvort Aron Einar geti tekið þátt í leiknum.
Aron hefur verið að glíma við meiðsli um langt skeið og ekki spilað með A-Arabi í Katar undanfarna mánuði.
Jón Dagur Þorsteinsson fór svo af velli á 36 mínútu með OH Leuven um helgina, óvíst er hvort hann sé mikið meiddur eða verði klár í slaginn á föstudag.
Age Hareide er á leið inn í sitt þriðja verkefni með íslenska liðið en hann hefur tapað þremur og unnið einn leik í starfi.