David Beckham hefur fengið boð um að taka þátt í kauptilboði Katara í Manchester United. Frá þessu er sagt á Talksport.
Yrði Beckham að sendiherra félagsins og vilja þeir hans hjálp til að reyna að eignast félagið.
Söluferlið hefur verið í geangi í ellefu mánuði en Sheik Jassim frá Katar og Sir Jim Ratcliffe hafa áhuga á að kaupa félagið.
Glazer fjölskyldan virðist eiga í vandræðum með að taka ákvörðun um það hvað skal gera.
Katarar hafa sterk tengsl við Beckham sem verið hefur sendiherra fyrir þjóðina. Hann átti góðan feril með félaginu.
Sögur eru á kreiki um að Glazer fjölskyldan íhugi að hætta við að selja og skoða það að selja félagið árið 2025.