Fyrrum klámstjarnan Mia Etcheverria hefur hlotið þriggja ára fangelsisdóm fyrir að smygla sex kílóum af kókaíni frá Úrúgvæ til Madrídar á Spáni.
Etcheverria, tvær aðrar konur og tveir karlmenn voru handtekin er þau voru á leið í flug frá Úrúgvæ til Spánar snemma í sumar. Eftir reglugbundna athugun kom magnið af kókaíni í ljós.
Mia er 27 ára gömul og var eitt sinn í sambandi með fyrrverandi knattspyrnumanninum Richard Morales. Eiga þau tvö börn saman.
Mia neitaði fyrst allri sök en játaði svo síðar. Skilaboð fundust á síma hennar þar sem hún gaf samverkamönnum sínum ráð um hvernig ætti að forðast að vera skoðuð nánar. Það gekk bersýnilega ekki.
Hinn 48 ára gamli Morales lék á sínum tíma fyrir lið á borð við Osasuna og Malaga á Spáni auk þess að eiga 27 landsleiki með Úrúgvæ að baki.
Hann greiddi lögfræðikostnað Miu í málinu. Þó vill hann að sér og dætrum þeirra sé haldið fyrir utan málið.