Virkilega óhugnanlegt atvik átti sér stað í gær eftir leik Barnsley og Exeter í ensku þriðju deildinni.
Það kviknaði í rútu Barnsley er liðið var á heimleið og þurftu leikmenn að forða sér út hið snarasta.
Atvikið átti sér stað um klukkan átta að kvöldi til en Barry Cotter, leikmaður liðsins, birti myndband af rútunni eftir að allir höfðu komist út.
Sem betur fer meiddist enginn alvarlega en hvað átti sér stað er óljóst að svo stöddu.
Myndbandið umtalaða má sjá hér.
Barnsley’s team bus on fire this evening after a 1-0 victory over Exeter City
Luckily no one was hurt and everyone got off the bus all safe 🙏#SkyBetLeagueOne #EFL #BarnsleyFC pic.twitter.com/4P70KT48nx
— League 1 news (@League1news22) October 7, 2023