Wayne Rooney er strax að semja við nýtt félag eftir að hafa yfirgefið DC United í Bandaríkjunum.
MLS deildinni í Bandaríkjunum er lokið fyrir DC United en liðinu mistókst að komast í úrslitakeppnina.
Rooney ákvað í kjölfarið að stíga til hliðar og er að skrifa undir samning við Birmingham.
Tveir fyrrum liðsfélagar Rooney, Ashley Cole og John O’Shea, munu ferðast með honum til Birmingham og fara í þjálfarateymið.
Birmingham hefur unnið fimm af fyrstu 11 leikjum tímabilsins en John Eustace hefur stýrt liðinu.