fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Rooney ekki lengi að finna sér nýtt starf – Tekur tvo fyrrum samherja með sér

Victor Pálsson
Sunnudaginn 8. október 2023 20:22

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney er strax að semja við nýtt félag eftir að hafa yfirgefið DC United í Bandaríkjunum.

MLS deildinni í Bandaríkjunum er lokið fyrir DC United en liðinu mistókst að komast í úrslitakeppnina.

Rooney ákvað í kjölfarið að stíga til hliðar og er að skrifa undir samning við Birmingham.

Tveir fyrrum liðsfélagar Rooney, Ashley Cole og John O’Shea, munu ferðast með honum til Birmingham og fara í þjálfarateymið.

Birmingham hefur unnið fimm af fyrstu 11 leikjum tímabilsins en John Eustace hefur stýrt liðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina