Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var auðmjúkur í kvöld eftir leik sinna manna við Arsenal.
Stórliðin áttust við á Emirates vellinum þar sem eitt mark var skorað og það gerði Gabriel Martinelli fyrir Arsenal.
Leikurinn var engin frábær skemmtun en Man City er nú búið að taka tveimur leikjum í deildinni í röð.
,,Við byrjuðum gríðarlega vel og fengum tvö eða þrjú góð færi. Þeir byrjuðu seinni hálfleikinn betur og komust í takt við leikinn. Það var ekki mikið á milli en þeir skora svo með skoti sem fer í varnarmann. Þeir unnu leikinn, ég óska þeim til hamingju,“ sagði Guardiola.
,,Við reyndum okkar besta, bæði lið fengu ekki mikið af færum. Við gerðum bæði vel í því að pressa andstæðinginn. Við áttum okkar augnablik en í heildina var leikurinn jafn og því miður féll þetta með þeim.“