Breiðablik vann Íslandsmeistara Vals í síðustu umferð Bestu deildar kvenna, efri hlutinn kláraði sitt í kvöld þar sem Katrín Ásbjörnsdóttir var hetja Blika.
Katrín skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik en Valur vann afar sannfærandi sigur í mótinu.
Bæði lið taka því þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en Blikar voru lengi vel í toppbaráttu en misstigu sig þegar líða tók á mótið.
Á sama tíma vann Þróttur 1-0 sigur á Stjörnunni og tryggði sér þar með þriðja sæti deildarinnar.
Valur hefur haft gríðarlega yfirburði í Bestu deild kvenna síðustu ár undir stjórn Péturs Péturssonar.