fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Bestu deildirnar eru að klárast – Þetta getur gerst um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. október 2023 16:00

Víkingar eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina lýkur keppni í Bestu deildum karla og kvenna. Keppni í neðri hluta kvenna lauk 16. september þegar Selfoss og ÍBV féllu.

Í dag verður lokaumferðin í efri hluta Bestu deildar kvenna leikin. Klukkan 15:45 tekur FH á móti Þór/KA. FH mun enda mótið í 6. sæti en Þór/KA, sem situr í 5. sæti, getur jafnað Þrótt að stigum en er með lakari markatölu. Klukkan 19:15 fara hinir tveir leikirnir fram. Íslandsmeistarar Vals taka á móti Breiðablik á meðan Stjarnan tekur á móti Þrótti. Breiðablik er sem stendur í 2. sæti með 40 stig og með jafntefli tryggja þær 2. sætið og þar með Evrópusæti. Stjarnan er sem stendur í 3. sæti með 38 stig. Með sigri á Þrótti enda þær með 41 stig sem getur tryggt þeim 2. sætið ef Valur vinnur Breiðablik. Ef Þróttur vinnur sigur á Stjörnunni komast þær upp í 3. sætið á markatölu.

Leikirnir þrír í neðri hluta Bestu deildar karla fara allir fram á laugardaginn klukkan 14:00. Keflavík er fallið og KA hefur tryggt sæti sitt í Bestu deildinni að ári. Fylkir tekur á móti Fram, ÍBV tekur á móti Keflavík og KA tekur á móti HK. Fram, HK, Fylkir og ÍBV eiga öll tölfræðilegan möguleika á að falla.

Í efri hluta Bestu deildar karla fara tveir leikir fram á laugardag klukkan 14:00 og einn á sunnudag klukkan 14:00. Víkingur er búinn að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og Valur 2. sætið en þessi lið mætast á Víkingsvelli á laugardaginn. Stjarnan og Breiðablik sitja í 3. og 4. sæti deildarinnar og mætast þau á Kópavogsvelli á sunnudaginn. Vinni Breiðablik sigur enda þeir í 3. sæti, með einu stigi meira en Stjarnan en bæði lið hafa tryggt sér Evrópusæti. FH og KR eru bæði með 37 stig og mætast þau í Kaplakrika á laugardaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur