Það er knattspyrnuæði í Sádí Arabíu og setur landið stefnuna á það að halda Heimsmeistaramótið í Knattspyrnu árið 2034.
FIFA hefur tekið endanlega ákvörðun um það að mótið fari fram í Asíu eða í Eyjaálfu árið 2034, möguleikar Sádí eru því miklir.
HM 2026 fer fram í Kanada, Mexíkó og Bandaríkjunum og HM árið 2030 fer fram í Marokkó, Spáni og Portúgal en með viðkomu í Suður-Ameríku.
Sádarnir vilja því fá mótið árið 2034 og hafa staðfest það að þeir muni leggja fram tilboð í slíkt.
Margar af stærstu stjörnum fótboltans spila nú í Sádí Arabíu þar sem peningar gjörsamlega flæða um allt.