Ian Herbert blaðamaður hjá Daily Mail segir að Jurgen Klopp líti út fyrir að vera maður sem sé að missa tök á raunveruleikanum. Þetta segir Herbert eftir að stjóri Liverpool krafðist þess að leikur Liverpool og Tottenham yrði spilaður aftur.
Löglegt mark var tekið af Liverpool í leiknum en VAR dómarinn sagði að markið ætti að standa en dómari leiksins dæmdi rangstöðu.
Klopp mætti svo á blaðamannafund í gær og vill að leikurinn fari fram aftur, Liverpool tapaði leiknum.
„Klopp er einn af þessum fáu einstaklingum sem hafa gert blaðamannafundi í fótbolta áhugaverða og sjálfhverfa síðustu fimm árin eða lengur,“ segir Herbert.
„Hann er maðurinn sem sagði að fólk sem fengi sér ekki COVID-19 bóluefni væru að stofna mannslífum í hættu alveg eins og fólk sem keyrir drukkið. Hann gagnrýndi eigið félag þegar það hugðist taka þátt í Ofurdeild Evrópu.“
„Því miður er nýjasta fullyrðing hans um að endurtaka eigi leik Liverpool og Tottenham vegna marksins sem stóð ekki ekki í lagi, það er siðferðisofbeldi til að reyna að vega að heiðri fótboltans.“
„Klopp hljómar eins og maður sem er að missa tökin á raunveruleikanum. Það er maður sem skilur ekki samhengið sem krefst þess að leikurinn verði spilaður aftur.“