Íslenska liðið mætir Lúxemborg 13. október og Lúxemborg þremur dögum síðar. Strákarnir okkar eru með bakið upp við vegg eftir slæma byrjun í undanriðlinum. Liðið er með 6 stig, 7 stigum frá öðru sæti þegar fjórar umferðir eru eftir.
„Við verðum að ná í sex stig ef við eigum að eiga séns á að fara upp úr riðlinum,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag.
Ísland tapaði illa fyrir Lúxemborg í síðasta glugga en vann svo Bosníu hér heima.
„Það er bara eitt í mínum huga fyrir leikinn gegn Lúxemborg og það er hefnd, hefnd fyrir slæmu frammistöðuna þar úti. Við verðum að sýna að við séum betra lið en Lúxemborg. Við ætlum að sýna að þetta var alls ekki okkar dagur úti í Lúxemborg.“
Hvað leikinn gegn Liechtenstein varðar segir Hareide að hann sé algjör skyldusigur.
„Við verðum bara að vinna Liechtenstein. Með allri virðingu fyrir þeim á Ísland að vera miklu betra lið.“