Bruno Guimaraes miðjumaður Newcastle hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2028.
Klásúla er hins vegar í samningi Bruno og er hægt að kaupa hann fyrir 100 milljónir punda.
Bruno kom til Newcastle fyrir 18 mánuðum síðan og hefur blómstrað síðan þá.
Hann hefur spilað 66 leiki og skorað ellefu mörk og lagt upp sex í þeim leikjum. Real Madrid hefur sýnt honum áhuga.
Newcastle hefur verið að finna vopn sín og er nú í Meistaradeild Evrópu eftir gott síðasta tímabil.