fbpx
Laugardagur 25.mars 2023
433Sport

Gerði mistök með að gagnrýna Messi á HM – ,,Hefði átt að kyssa hann“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 29. janúar 2023 19:59

Louis van Gaal / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, gerði mistök með því að tala um Lionel Messi fyrir leik gegn Argentínu á HM í Katar.

Þetta segir argentínska goðsögnin Juan Roman Riquelme en Van Gaal tjáði sig um Messi fyrir leik í 8-liða úrslitum sem Argentína vann.

Van Gaal talaði um leik liðanna á HM 2014 og sagði að Messi hefði varla snert boltann í þeim leik og að hann væri ekki sjáanlegur þegar hans lið heldur ekki boltanum.

Þessi orð komu í bakið á Van Gaal að lokum og telur Riquelme að Hollendingurinn hafi mögulega kostað sitt lið sigur.

,,Ég held að Van Gaal hafi talað um Messi fyrir leik. Sumir hlutir mega ekki gerast í fótboltanum, þú mátt ekki gera Messi reiðan,“ sagði Riquelme.

,,Það er betra að annað hvort faðma hann eða kyssa, þá vill hann ekki vinna þig eins mikið.“

,,Þegar besti leikmaðurinn er reiður þá áttu ekki möguleika á að vinna. Það er ómögulegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu atvikið: Var brugðið er hann fékk veður af stórtíðindunum í beinni útsendingu – „Er bara að heyra af þessu fyrst núna“

Sjáðu atvikið: Var brugðið er hann fékk veður af stórtíðindunum í beinni útsendingu – „Er bara að heyra af þessu fyrst núna“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fetta fingur út í ummæli Arnars Þórs eftir leik í gær – „Við sáum þetta ekki“

Fetta fingur út í ummæli Arnars Þórs eftir leik í gær – „Við sáum þetta ekki“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rooney bregst við stórtíðindum gærkvöldsins í færslu á samfélagsmiðlum

Rooney bregst við stórtíðindum gærkvöldsins í færslu á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: FHingar frumsýna nýjar treyjur fyrir komandi tímabil með veglegu myndbandi

Sjáðu myndbandið: FHingar frumsýna nýjar treyjur fyrir komandi tímabil með veglegu myndbandi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skandall í Bæjaralandi: Frétti af brottrekstrinum í fjölmiðlum – Eftirmaðurinn nú þegar fundinn

Skandall í Bæjaralandi: Frétti af brottrekstrinum í fjölmiðlum – Eftirmaðurinn nú þegar fundinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sérfræðingarnir voru spurðir: Á að reka Arnar Þór? – „Hann verður að vera áfram og sjá þetta í gegn“

Sérfræðingarnir voru spurðir: Á að reka Arnar Þór? – „Hann verður að vera áfram og sjá þetta í gegn“