fbpx
Sunnudagur 29.janúar 2023
433Sport

Furða sig á myndbirtingu Ronaldo eftir frumraun hans hjá Al-Nassr

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 07:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo lék í fyrradag sinn fyrsta mótsleik fyrir Al-Nassr í Sádi-Arabíu þegar að liðið vann 1-0 sigur á Al-Errifaq. Ronaldo var í byrjunarliði Al-Nassr og bar fyrirliðabandið í leiknum.

Knattspyrnuáhugafólk hefur sumt furðað sig á myndbirtingu Ronaldo í færslu sem hann birti eftir leikinn þar sem hann lýsir yfir ánægju sinni með fyrsta leikinn í treyju Al-Nassr.

Á einni myndinni má sjá Ronaldo reyna við hjólhestaspyrnu en það er ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að hann náði ekki að hitta boltann í umræddri hjólhestaspyrnu. Þessi staðreynd fór alls ekki fram hjá knattspyrnuáhugafólki á samfélagsmiðlum.

„Fyrsti leikurinn, fyrsti sigurinn. Vel gert strákar. Ég vil þakka stuðningsmönnunum fyrir ótrúlegan stuðning,“ skrifaði Ronaldo á Instagram eftir leik.

Al-Nassr er á toppi sádi-arabísku deildarinnar með 33 stig, stigi á undan Al-Hilal en á einnig leik til góða.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

12 mánaða bann og há sekt fyrir að keyra undir áhrifum áfengis

12 mánaða bann og há sekt fyrir að keyra undir áhrifum áfengis
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Varð yngsti markmaður í sögu landsliðsins – Gæti Chelsea notað hann?

Varð yngsti markmaður í sögu landsliðsins – Gæti Chelsea notað hann?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hjörvar leggur til stóra breytingu á menntakerfinu – „Ég er mjög hlynntur því að fara að hugsa þetta upp á nýtt“

Hjörvar leggur til stóra breytingu á menntakerfinu – „Ég er mjög hlynntur því að fara að hugsa þetta upp á nýtt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eftir langa ræðu Benedikts til Bjarna kom ráðherrann með óvænt svar – „Ég hafði bara ekki hugmynd“

Eftir langa ræðu Benedikts til Bjarna kom ráðherrann með óvænt svar – „Ég hafði bara ekki hugmynd“
433Sport
Í gær

Newcastle að ganga frá kaupum á Gordon

Newcastle að ganga frá kaupum á Gordon
433Sport
Í gær

Vill að gerð verði úttekt á knattspyrnumannvirkjum utan stór-höfuðborgarsvæðisins

Vill að gerð verði úttekt á knattspyrnumannvirkjum utan stór-höfuðborgarsvæðisins