fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Ótrúleg ummæli Piers Morgan í gær – Líkti honum við pylsu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 23. janúar 2023 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Piers Morgan, fjölmiðlamaðurinn umdeildi, skaut föstum skotum á Manchester United eftir tap liðsins gegn Arsenal í gær.

Skytturnar unnu dramatískan 3-2 sigur á United í ensku úrvalsdeildinni í gær og er liðið nú með fimm stiga forskot á Manchester City á toppi deildarinnar. Þá á Arsenal einnig leik til góða.

Morgan er mikill stuðningsmaður Arsenal og gladdist yfir úrslitunum. Hann skaut hins vegar á United og framherja liðsins, Wout Weghorst.

„Til hamingju Manchester United. Þetta er það sem gerist þegar þið ráðið hrokafullan þjálfara sem vanvirðir þann besta í sögunni, Cristiano Ronaldo, svo illa að hann fer. Svo leysa þeir hann af með einhverjum sem ég hef aldrei heyrt um og ljómar eins og austurísk pylsa,“ skrifaði Morgan á Twitter.

Morgan og Ronaldo eru miklir mátar, eins og sást í viðtalinu sem flestir muna eftir frá því í fyrra. Varð það til þess að Ronaldo yfirgaf United. Hann er nú hjá Al-Nassr í Sádi-Arabíu.

Því þurfti félagið að fá inn framherja og fékk Weghorst á láni frá Burnley. Hollendingurinn hafði verið á láni hjá Besiktas í Tyrklandi fyrri hluta leiktíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?
433Sport
Í gær

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Í gær

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Í gær

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar