fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Spilaði og skoraði eftir allt fjaðrafokið – Fagnaði ekki mikið

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. september 2023 07:54

Osimhen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Victor Osimhen spilaði fyrir Napoli í gær í skugga mikils fjaðrafoks í kringum leikmanninn.

Napoli birti afar óviðeigandi myndbönd á TikTok reikningi félagins þar sem grín var gert að Osimhen. Myndböndin birtust á opinberum reikningi félagsins en þau sýndu vítaklúður Osimhen um helgina annars vegar þar sem búið var að bæta inn í furðulegri lýsingu. Augljóslega var verið að gera grín að leikmanninum.

Í hinu myndbandinu var Osimhen líkt við kókoshnetu.

Þrátt fyrir þetta spilaði Osimhen fyrir Napoli gegn Udinese í gær. Ekki nóg með það, kappinn skoraði í 4-1 sigri Napoli. Fagnaðarlæti hans voru hins vegar í hóflegri kantinum.

Vandamálunum utan vallar er þó líklega hvergi nærri lokið. Osimhen og umboðsmaður hans íhuga lögsókn á hendur félagsins.

Svo gæti farið að framherjinn krefjist þess að fá að fara í janúar. Ef svo verður er talið að sádiarabísk félög séu líklegust til að hreppa hann en Real Madrid og Chelsea eru einnig á meðal áhugasamra félaga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Í gær

Ísland leikur á Þróttarvelli

Ísland leikur á Þróttarvelli
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“
433Sport
Í gær

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa