Markvörðurinn Samir Handanovic er að leggja skóna á hilluna.
Hinn 39 ára gamli Handanovic fór frá Inter í sumar þegar samningur hans rann út. Hann hefur ekki skrifað undir hjá nýju félagi.
Slóveninn var í 11 ár hjá Inter en var orðinn varaskeifa undir lokin.
Handanovic vann Ítalíumeistaratitilinn einu sinni á tíma sínum hjá Inter og varð þá bikarmeistari í tvígang.
Kappinn á að baki 81 A-landsleik fyrir hönd Slóveníu.
Samir Handanovic, prepared to retire from professional football after being free agent this summer. 🇸🇮
Slovenian goalkeeper could stay at Inter with different role. pic.twitter.com/8KLSyETP5k
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 13, 2023