fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Segir fólki að ræða við Guardiola vegna Foden og stöðu hans

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. september 2023 20:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Southgate þjálfari enska landsliðsins sér það ekki fyrir sér að hægt sé að nota Phil Foden sem kantmann hjá enska liðinu.

Hann segist hafa átt samtal við Pep Guardiola um málið en Foden er iðulega notaður sem kantmaður hjá City.

Enskir blaðamenn telja að Foden eigi að fá tækifæri miðsvæðis þar sem sköpunargáfa hans getur nýst vel.

„Hann spilar ekki á miðjunni hjá City og fyrir því eru eflaust ástæður, það eru smáatriði sem þarf að hugsa um án bolta en flestir ræða bara um hvað hann getur gert með boltann,“ segir Southgate.

„Þú þarft að vera með allar staðsetningar á hreinu á miðsvæðinu, sérstaklega ef horft er í pressu. EF það misheppnast fer allt flæði.“

„Það væri sniðugt hjá ykkur að ræða við Pep Guardiola sem er færasti þjálfari í heimi, hann spilar á kantinum hjá honum. Þar er hann frjáls og getur hreyft sig sem er gott.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur