Sofyan Amrabat gekk á dögunum í raðir Manchester United á láni frá Fiorentina. Hann hleður Erik ten Hag, stjóra enska liðsins, lofi.
Miðjumaðurinn þekkir Ten Hag vel eftir tíma þeirra saman hjá Utrecht frá 2015-2017.
„Ég var 18 eða 19 ára þegar hann gaf mér tækifæri til að spila fyrir aðallið Utrecht. Það var mjög stórt fyrir mig því ég var svo ungur,“ segir Amrabat.
„Við áttum frábæran tíma saman, mjög gott tímabil. Ég lærði svo mikið af honum og hann er líklega einn mikilvægasti maðurinn á fótboltaferli mínum hingað til.“
Amrabat hlakkar til samstarfsins með Ten Hag á ný.
„Erik ten Hag er stjóri sem ýtir þér alltaf áfram að þolmörkum. Hann er hungraður og vill sigra. Hann er sigurvegari og mér líkar það. Ég er svipaður. Ég er sigurvegari og vill sigra alla daga. Við pössum því vel saman.“