Breiðablik skrifaði söguna í gærkvöldi er liðið varð það fyrsta á Íslandi í karlaflokki til að komast í riðlakeppni í Evrópu. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari var spurður út í óskamótherja í riðlinum.
Íslandsmeistararnir unnu Struga frá Norður-Makedóníu í seinni leik liðanna í gær á Kópavogsvelli 1-0, einvígið samanlagt 2-0.
Lið á borð við Aston Villa, Frankfurt og Fiorentina verða einnig í pottinum þegar dregið verður í riðla klukkan 12:30 í dag að íslenskum tíma. Í viðtali við 433.is eftir leik var Óskar spurður út í draumamótherja.
„Ég væri alveg til í að fá Zrinjski aftur og hefna fyrir það tap,“ sagði Óskar þá.
Blikar töpuðu auðvitað illa fyrir bosníska liðinu í undankeppni Evrópudeildarinnar fyrr í sumar. Bæði lið verða hins vegar í Sambandsdeildarpottinum á morgun.
„Það væri gaman að fá eitthvað lið sem við getum mælt okkur við. Við förum auðvitað í alla leiki til að vinna þá,“ bætti Óskar svo við.
Ítrarlega var rætt við Óskar eftir leik og má nálgast viðtalið í heild hér að neðan.