Age Hareide landsliðsþjálfari karla hefur gert breytingu á hópi Íslands fyrir komandi landsleiki gegn Lúxemborg ytra og Bosníu-Hersegóvínu hér heima.
Um er að ræða leiki í undankeppni EM 2024, þar sem Ísland er með 3 stig eftir fjóra leiki. Leikurinn gegn Lúxemborg fer fram 8. september og Bosníumenn mæta í heimsókn á Laugardalsvöll þremur dögum síðar.
Sverrir Ingi Ingason, sem var upphaflega í hópnum, getur ekki tekið þátt vegna meiðsla og kemur Guðmundur Þórarinsson, leikmaður Crete, inn í hans stað.
Guðmundur hefur leikið 12 A-landsleiki.
Uppfærður hópur
Elías Rafn Ólafsson – C.D. Mafra – 4 leikir
Rúnar Alex Rúnarsson – Cardiff – 24 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson – Elfsborg – 4 leikir
Hörður Björgvin Magnússon – Panathinaikos – 48 leikir
Guðmundur Þórarinsson – Crete – 12 leikir
Guðlaugur Victor Pálsson – Eupen – 36 leikir
Hjörtur Hermannsson – Pisa – 25 leikir
Valgeir Lunddal Friðriksson – Hacken – 7 leikir
Kolbeinn Birgir Finnsson – Lyngby – 2 leikir
Ísak Bergmann Jóhannesson – Dusseldorf – 19 leikir
Jóhann Berg Guðmundsson – Burnley FC – 86 leikir
Arnór Ingvi Traustason – IFK Norrköping – 47 leikir
Júlíus Magnússon – Fredrikstad – 5 leikir
Alfons Sampsted – FC Twente – 17 leikir
Mikael Egill Ellertsson – Venezia FC – 13 leikir
Mikael Neville Anderson – AGF – 20 leikir
Hákon Arnar Haraldsson – Lille – 11 leikir
Kristian Nökkvi Hlynsson – Ajax – 0 leikir
Sævar Atli Magnússon – Lyngby BK – 4 leikir
Jón Dagur Þorsteinsson – OH Leuven – 28 leikir
Alfreð Finnbogason – Eupen – 67 leikir
Orri Steinn Óskarsson – FCK – 0 leikir
Willum Þór Willumsson G.A.E. – 3 leikir