Arsenal hefur lánað Sambi Lokonga til Luton Town út þessa leiktíð, nýliðarnir í enska boltanum fá því liðsstyrk.
Lokonga var á láni hjá Crystal Palace á síðustu leiktíð en var ekki í plönum Arsenal.
Lokonga lék 15 leiki með Arsenal á síðustu leiktíð en hann var keyptur til Arsenal fyrir tveimur árum frá Anderlecht.
Lokonga er 23 ára gamall miðjumaður en fleiri lið höfðu sýnt honum áhuga.
Luton er án stiga eftir þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni og gæti tímabilið orðið langt og erfitt hjá nýliðunum.