Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld.
Fjölnir vann Aftureldingu 4-2. Úrslitin þýða að toppsætið er nú ekki lengur í höndum Aftureldingar en liðið er þó á toppnum. Mosfellingar eiga hins vegar aðeins tvo leiki eftir en ÍA, sem er í öðru sæti, þrjá.
Efsta liðið fer beint í Bestu deildina en sæti 2-5 fara í umspil um síðasta sætið.
Þróttur skellti Grindavík þá óvænt 5-0. Hinrik Harðarson gerði þrennu fyrir Þróttara sem komu sér 3 stigum frá fallpakkanum.
Grindavík fjarlægist hins vegar umspilið.
Fjölnir 4-2 Afturelding
0-1 Ivo Braz
1-1 Bjarni Gunnarsson
2-1 Júlíus Mar Júlíusson
3-1 Bjarni Gunnarsson
3-2 Bjarni Páll Linnet Runólfsson
4-2 Hákon Ingi Jónsson
Þróttur 5-0 Grindavík
1-0 Sam Hewson
2-0 Hinrik Harðarson
3-0 Baldur Hannes Stefánsson
4-0 Hinrik Harðarson
5-0 Hinrik Harðarson