Romelu Lukaku er formlega orðinn leikmaður Roma en hann kemur á láni til félagsins frá Chelsea út þessa leiktíð.
Lukaku var í tómu brasi með að finna sér nýtt félag en hann vildi ekki vera hjá Chelsea og Chelsea hafði ekki áhuga á að hafa hann.
Lukaku var á láni hjá Inter á síðustu leiktíð og vildi félagið fá hann aftur, Lukaku fór hins vegar að ræða við Juventus og þá hætti Inter við.
Juventus hafði svo ekki efni á hlutunum og stuðningsmenn Juventus vildu ekki fá hann. Þar með fór Lukaku til Roma og klæðist þar treyju númer 90.
Treyjunúmerið vekur athygli en Roma hefur engan forkaupsrétt á Lukaku eftir árið.
„Stuðningsmenn Roma voru magnaðir við mig, ég get ekki beðið eftir því að byrja. Eigendurnir hafa gríðarlegan metnað,“ segir Lukaku.
Official, confirmed. Romelu Lukaku joins AS Roma on loan deal until June 🟡🔴
No buy option clause included — back to Chelsea next summer.
“Roma fans were incredible to me — I can’t wait to get started. The owners here have huge ambitions”, Lukaku said. pic.twitter.com/Tr7FpiOKGE
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2023