Everton keypti portúgalska sóknarmanninn Beto í gær frá Udinese á 25 milljónir punda.
Þessi 25 ára gamli Portúgali skrifaði undir fjögurra ára samning við Everton.
Beto skoraði tíu mörk í 34 deildarleikjum á Ítalíu á síðustu leiktíð en hann er fimmti leikmaðurinn sem Sean Dyche fær í sumar.
Uppgangur Beto hefur verið hraður en fyrir fjórum árum spilaði hann með áhugamannaliðinu Lisbon side Tires og vann á KFC.
Hann sagði frá þessu í viðtali síðasta sumar. „Ég æfði með Tires og var að vinna á KFC. Lífið var gott.“
Frá Tires fór Beto til Olimpico Monjito og síðar Portimonense, áður en hann hélt út fyrir Portúgal til Udinese 2021.