Erling Braut Haaland framherji Manchester City er með ótrúlegan aga, hann er til í að gera allt til þess að ná sem bestum árangri innan vallar.
Haaland segir frá helstu venjum sínum í nýju hlaðvarpi en hann reynir að halda í rútínuna hjá sér á hverjum einasta degi.
Eitt af því sem Haaland gerir þremur tímum fyrir svefn er að setja upp gleraugu sem hjálpa honum mikið. „Svefn er það mikilvægasta í heimi,“ segir Haaland.
„Til að sofa vel þá nota ég gleraugu sem stoppa útfjólubláa geisla. Það eru engin raftæki í svefnherberginu,“ segir sá norski.
Hann segir þetta vera venjur sem hjálpa sér. „Að gera of mikið er ekki gott en að gera litla hluti á hverjum degi skilar sér til lengri tíma.“
Haaland setur svo alltaf límband fyrir munninn á sér til að sofa betur. „Þið ættuð að prufa að teipa munninn ykkar, þannig sef ég,“ segir hann.
Til að bæta heilsuna fer svo Haaland í gufubað á hverjum degi. „Ég er með gufubað heima sem ég nota nánast alla daga,“ segir Haaland.
Haaland hefur undanfarin ár verið einn besti knattspyrnumaður í heimi og var hreint magnaður þegar City vann þrennuna á síðustu leiktíð.
Að auki passar Haaland upp á það sem hann setur ofan í sig og reynir að borða eins hreina fæðu og hann getur, þar á meðal er lifur og mjólk beint frá kúnni.