Liverpool er komið langt í viðræður við FC Bayern um kaup á Ryan Gravenberch frá þýska félaginu sem er tilbúið að selja.
Ekki er öruggt að allt fari í gegn samkvæmt Athletic en félögin ræða krónur og tölur sín á milli.
Gravenberch er 21 árs gamall en hann er klár í að fara á Anfield, vitað er að Jurgen Klopp vill bæta við miðjumanni fyrir föstudaginn.
Gravenberch kom til Bayern frá Ajax fyrir ári síðan en fékk fá tækifæri og vill helst komast annað til að spila.
Manchester United hefur sýnt áhuga í sumar en ekki farið í viðræður við Bayern eins og Liverpool gerir núna.
🚨 EXCL: Liverpool in negotiations with Bayern Munich for permanent signing of Ryan Gravenberch. Not guaranteed to happen but clubs discussing price + if finances right formal offer to follow. 21yo wants #LFC. #FCBayern would need to replace @TheAthleticFC https://t.co/PoGlOXm21W
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 30, 2023