Það er ekki ólíklegt að Rob Holding yfirgefi Arsenel áður en félagaskiptaglugganum verður skellt í lás á föstudagskvöld. Nú er áhugi frá Spáni.
Hinn 27 ára gamli Holding á ár eftir af samningi sínum við Arsenal en er ekki inni í myndinni hjá Mikel Arteta.
Mallorca er nú farið að sýna honum áhuga en liðið leikur í La Liga, efstu deild Spánar. Félagið hefur spurst fyrir um leikmanninn.
Þá setti Luton sig einnig í samband við Arsenal fyrr í vikunni og gæti boðið Holding upp á að spila áfram í ensku úrvalsdeildinni.
Holding hefur verið á mála hjá Arsenal síðan 2016. Hann hefur unnið enska bikarinn í tvígang með liðinu.
Understand Mallorca have asked for the conditions of Rob Holding deal today — negotiations are ongoing 🔴⚪️🇪🇸
Possible solutions in PL remain after Luton Town call on Monday, Mallorca trying to find a way now. pic.twitter.com/uQtz0gLj2H
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 30, 2023