Georgino Wijnaldum miðjumaður PSG í Frakklandi er að öllum líkindum á leið til Sádí Arabíu og mun þar semja við Al Ettifaq.
Stjóri Al Ettifaq er Steven Gerrard fyrrum miðjumaður Liverpool.
Hjá Al Ettifaq er svo Jordan Henderson fyrrum fyrirliði Liverpool en hann og Wijnaldum áttu frábært samstarf á Anfield.
Wijnaldum og Henderson skipuðu miðsvæði Liverpool sem vann Meistaradeildina árið 2019 og deildina ári síðar.
Sumarið 2021 fór Wijnaldum svo til PSG þar sem hann hefur ekki fundið sig en hann var á láni hjá Roma á síðustu leiktíð.
Viðræður milli félaganna eru í fullum gangi en PSG vill helst losna við hollenska miðjumanninn af launaskrá.
Saudi side Al Ettifaq have approached Georginio Wijnaldum over potential late move — he’s out of PSG project 🔴🇸🇦
Negotiations ongoing, PSG are ready to give the green light. Up to the player.
Steven Gerrard wants Gini. pic.twitter.com/3mLc31ZJtN
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 30, 2023