fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Gerrard reynir að sameina miðjumennina sem leyfðu fólkinu í Liverpool að dreyma

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 20:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Georgino Wijnaldum miðjumaður PSG í Frakklandi er að öllum líkindum á leið til Sádí Arabíu og mun þar semja við Al Ettifaq.

Stjóri Al Ettifaq er Steven Gerrard fyrrum miðjumaður Liverpool.

Hjá Al Ettifaq er svo Jordan Henderson fyrrum fyrirliði Liverpool en hann og Wijnaldum áttu frábært samstarf á Anfield.

Gini Wijnaldum á góðri stundu hjá Liverpool. Mynd/Getty

Wijnaldum og Henderson skipuðu miðsvæði Liverpool sem vann Meistaradeildina árið 2019 og deildina ári síðar.

Sumarið 2021 fór Wijnaldum svo til PSG þar sem hann hefur ekki fundið sig en hann var á láni hjá Roma á síðustu leiktíð.

Viðræður milli félaganna eru í fullum gangi en PSG vill helst losna við hollenska miðjumanninn af launaskrá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Í gær

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina