Manchester United hefur sett þrjá miðjumenn á lista sinn til að reyna að klófesta nú þegar félagaskiptaglugginn lokar á fimmtudag.
Búist er við að Erik ten Hag vilji fá vinstri bakvörð og miðjumann áður en glugginn lokar.
Pierre-Emile Hojberg miðjumaður Tottenham er til umræðu en United skoðar hvort hægt sé að kaupa hann, Tottenham er til í að selja.
Hojberg og Ten Hag unnu saman tímabilið 2013/2014 þegar þeir unnu saman í varaliði FC Bayern.
Sofyan Amrabat hjá Fiorentina og Ryan Gravenberch hjá FC Bayern koma svo einnig til greina en þeir hafa veri til umræðu í allt sumar.