A landslið karla tekur á móti Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli mánudaginn 11. september klukkan 18:45 í undankeppni EM 2024.
Miðasala hófst í upphafi vikunnar en hún fer vægast sagt hægt af stað á Tix.is.
Þúsundir miða eru eftir á leikinn en Age Hareide tilkynnir hóp sinn á morgun þar sem ljóst er að enginn Albert Guðmundsson verður. KSÍ hefur sagt frá því að hann komi ekki til greina á meðan kæra er á borði lögreglu.
Óvíst er svo hvort Aron Einar Gunnarsson verði með en hann missti af síðustu landsleikjum vegna meiðsla og hefur ekki spilað fyrstu leiki Al-Arabi í ár.
Ísland er í slæmri stöðu í riðlinum en íslenska liðið tapaði illa á útivelli gegn Bosníu.